Allt verður gott þegar Ísraelsþjóðin heldur á ný til fyrirheitna landsins.
Leggið við hlustir og komið til mín,
hlustið, þá munuð þér lifa.
Ég ætla að gera við yður ævarandi sáttmála
og miskunn mín við Davíð mun stöðug standa.
Ég gerði hann að vitni fyrir þjóðirnar,
að höfðingja og stjórnanda þjóðanna.
Sjá, þú munt kveðja til þjóðir sem þú þekkir ekki
og þjóðir, sem ekki þekkja þig, munu skunda til þín
vegna Drottins, Guðs þíns, Hins heilaga Ísraels,
því að hann hefur gert þig vegsamlegan.
Leitið Drottins meðan hann er að finna,
ákallið hann meðan hann er nálægur.
Hins vegar er mikilvægt að muna í því samhengi að
[m]ínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir
og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn.
Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.