Ísraelsþjóðin mun aftur koma saman í landinu, aðrar þjóðir munu vitna um Guð, þann Guð sem er upphaf og endir allra hluta.
Þér eruð vottar mínir, segir Drottinn,
þjónn minn sem ég hef útvalið
svo að þér vitið og trúið mér.
Skiljið að ég er hann.
Enginn guð var myndaður á undan mér
og eftir mig verður enginn til.
Ég er Drottinn, ég einn,
og enginn frelsari er til nema ég.
Það var ég sem boðaði, frelsaði og kunngjörði þetta
en enginn framandi guð á meðal yðar.
Þér eruð vottar mínir, segir Drottinn,
að það er ég sem er Guð.
Núverandi ástand er tímabundið, enda gleymdi Ísraelsþjóðin Guði.
Þú hefur ekki ákallað mig, Jakob,
né þreytt þig mín vegna, Ísrael.
Þú færðir mér ekki lömb í brennifórnir
og tignaðir mig ekki með sláturfórnum þínum.
Ég hef hvorki íþyngt þér með kornfórnum
né þreytt þig með reykelsisfórnum,
þú hefur hvorki keypt mér ilmreyr fyrir fé
né satt mig á feiti sláturfórna þinna.
Nei, þú hefur þreytt mig með syndum þínum,
íþyngt mér með sekt þinni.
Ég afmái afbrot þín
sjálfs mín vegna, ég einn,
og minnist ekki synda þinna.
Ástandið kallar því á nýjan sáttmála milli Guðs og Ísraelsþjóðarinnar, einhliða sáttmála náðarinnar. Guð útmáir sekt Ísraelsþjóðarinnar, fyrirgefir þeim misgjörðirnar vegna sjálfs sín, til að losna undan íþyngjandi sekt Ísraelsþjóðarinnar sem Guð finnur til ábyrgðar á.
Náð Guðs er viðbrögð Guðs við sekt okkar að mati Deutoro Jesaja, eina leiðin til lausnar mannkyns sem er fast í syndugu eðli sínu. Þessi hugmynd er að sjálfsögðu þróuð áfram í mörgum kenningum um lausnardauða Jesú Krists, en í huga höfunda(r) þessa texta er náð Guðs og fyrirgefning ekki bundin við sögulegan viðburð, heldur einvörðungu ákvörðun Guðs.