Með því að gera gott og lifa vel,
Sá sem lifir í réttvísi og talar sannleika,
sá sem hafnar gróða sem fékkst með ofríki,
sem bandar hendi gegn mútum í stað þess að þiggja þær,
sem heldur fyrir eyrun til að heyra ekki ráðagerð um morð
og lokar augunum til að sjá ekkert illt,
hann mun búa á hæðum.
Hamraborgir verða vígi hans.
Honum verður séð fyrir brauði
og hann mun aldrei skorta vatn.
Ef við aðeins gerum vilja Guðs þá fer vel. Þetta stef er algengt í textum Gamla testamentisins, þó andsvarið sé ekki síður áberandi ritningunni. Slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk og það sem kannski er verra, góðir hlutir gerast í lífi þeirra sem okkur finnst vondir.
En í textanum hjá Jesaja er heimurinn einfaldur, gott fólk er verndað af Guði. Spurningin sem við spyrjum okkur e.t.v. er hins vegar hvort einhver sé góður í raun.