Guðsmynd þessa texta er ekki aðlaðandi fyrir alla. Guð hafnar öllu sem ekki er óaðfinnanlegt, eða e.t.v. öllu heldur prestarnir. Einungis hinir fullkomnu og frábæru hafa séns. Enn á ný kallast textinn í 3. Mósebók á við frásöguna af Faríseanum og tollheimtumanninum í Lúkas 18.
Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.