Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar.
Brotthvarf Nebúkadnesar og staða hans er tákn þjóðarinnar allrar. „Framtíðarsýn“ Daníels, túlkun draumsins er vísun til fortíðar og aðvörun til þeirra sem eru við völd þegar ritið er skrifað. Heimsveldi eiga sér líftíma og aðeins ef Guð lofar eiga þau sér viðreisnar von, þegar þau hafa hrunið.