Afram heldur þetta stef um að ástæða þess að Guð velji pláguleiðina gegn Faraó, sé einhvers konar „Publicity Stunt.“
Hótunin að þessu sinni, áttunda plágan, er engisprettufaraldur. Nú eru spáprestarnir ekki lengur til staðar, en þjónar faraós segja honum að baka. Faraó reynir að semja við Móse og Aron, um að karlmenn megi fara, en Móse og Aron hafna því.
Þegar engisprettufaraldurinn hefst, iðrast faraó, eða öllu heldur segist iðrast, lofar öllu fögru en um leið og birtir til, er allt við það sama og Ísraelsmenn fara hvergi.
Níunda plágan kallar á meiri samningaviðræður, en Móse og Aron, setja skýr mörk. Það er allt eða ekkert. Faraó rekur þá út og kveður Móse í Soprano stíl.
Farðu burt og varast að koma mér oftar fyrir augu því að á þeim degi, sem þú kemur aftur fyrir augu mín, skaltu deyja.