Móse kvartar undan því að vera ekki góður ræðumaður, hann vanti sannfæringarkraft og biður Guð:
Æ, Drottinn, sendu einhvern annan.
Guð bendir honum á að Aron bróðir hans verði honum innan handar, sá geti talað og muni hjálpa Móse. Þá kennir Guð Móse að gera tákn og undir sem muni hjálpa til við að sannfæra lýðinn.
Móse lætur undan og fær leyfi tengdaföður síns til að halda aftur til Egyptalands ásamt konu og börnum.
Á leiðinni í eyðimörkinni virðist Móse reyna sjálfsvíg (eða hvað), en eiginkona hans grípur inn í. Þessi atburðarás sem inniheldur vísun í umskurð sonar Móse og einhvers konar kynferðislegt samneyti þeirra hjóna, er ekki auðskilin.
En alla vega Aron bróðir Móse kemur á móti fjölskyldunni í eyðimörkinni og fylgir honum á fund öldunga Ísraelsmanna.