Það fór enda svo að gyðingar tóku öll völd og
hjuggu óvini sína með sverði, drápu þá og eyddu þeim. Fjandmenn sína léku þeir eins og þá lysti. Í virkisborginni Súsa drápu Gyðingar og tortímdu fimm hundruðum manna. Þeir drápu einnig þá Parsandata, Dalfón, Aspata, Pórata, Adalja, Arídata, Parmasta, Arísaí, Arídaí og Vajsata, tíu syni Hamans, sonar Hamdata, hatursmanns Gyðinga. En ránsfeng tóku þeir engan.
…
Aðrir Gyðingar, sem bjuggu í héruðum konungsríkisins, söfnuðust einnig saman til að verja sig og öðlast frið fyrir óvinum sínum. Þeir drápu sjötíu og fimm þúsund fjandmanna en tóku engan ránsfeng.
Þá kemur að réttlætingu á tilvist þessarar sögu í ritningunni. Guð er ekki nefndur til sögunnar einu sinni í ritinu, en hér í lok sögunnar er hún notuð til útskýringar á púrímhátíð gyðinga. En púrím er fagnaðarhátíð til að gleðjast yfir því að hagur gyðinga í herleiðingunni lagaðist.