Hebreabréfið 1. kafli

Hebreabréfið hefur merkilega stöðu í Nýja Testamentinu. Ritið er án vísunar til höfundar þess. Með öðrum orðum Hebreabréfið sækir ekki áhrifavald sitt til meints höfundar, heldur til textans sjálfs og þeirrar staðreyndar að textinn er hluti af kanón Biblíunnar.

Reyndar hefur Hebreabréfið oft verið eignað Páli postula, og þannig er talað um bréf Páls til Hebrea m.a. í enskri King James þýðingu Biblíunnar frá 1611. Hins vegar gerir Lúther það ekki í þýskri þýðingu sinni 1534, þar er ritið kallað „Die Epistel zu den Ebreern“. Það er einnig áhugavert að í útgáfu Lúther þá er Hebreabréfið ekki haft á hefðbundnum stað í Nýja Testamentinu, heldur haft aftast ásamt Jakobsbréfi, Júdasarbréfi og Opinberunnarbókinni, enda var sagt að Lúther væri ekki sannfærður um að þessi rit ættu heima í ritningunni.

Hebreabréfið hefst á lofgjörð um Guðssoninn sem hefur hreinsað okkur af syndum okkar, situr við hægri hönd Guðs og er frumlag sköpunarinnar. Sonur Guðs er öllu æðri, hann varir frá eilífð til eilífðar. Hann er meiri englunum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.