I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.
Í upphafi bókarinnar virðist Barúk á bandi Babýloníukonungs, enda fær Barúk svigrúm til að standa að söfnun til stuðnings þeim sem eftir urðu í Jerúsalem. Barúk virðist jafnframt fá heimild til að flytja til baka í musterið áhöld sem hafði verið rænt í fyrri herleiðingunni.
Í þakklætisskyni kallar Barúk eftir fyrirbænum og blessunum til handa Babýloníukonungi. Að mati Barúk er ástand Júda og Ísrael ekki tilkomið vegna illsku Babýlóníumanna, heldur vegna misgjörðar þjóðar Drottins.
Ég velti fyrir mér hvort að ásakanir í garð Jeremía í 43. kafla Jeremíabókar um að hann sé handbendi Babýlóníukonungs og hafi látið afvegaleiðast vegna Barúk, séu e.t.v. nátengdar þeirri mynd sem við fáum af Barúk hér.