Lokakafli Jeremía er sagður vera viðauki, en þar er farið stuttlega yfir sögu herleiðingarinnar, fyrst innrásarinnar 597 f.Kr. og síðan 587 f.Kr.
Í lýsingunni er lögð áhersla á hvernig 587 f.Kr. allt verðmæti var fjarlægt úr Jerúsalem og borgin skilin eftir í rúst.
Þá er sagt frá því að alls hafi um 4600 manns verið fluttir í útlegð, auk þess sem að Jójakín Júdakonungur hafi öðlast „status“ í Babýlon eftir að hafa búið þar um hríð og ekki lengur verið talinn fangi/þræll.
Þannig lýkur spádómsbók Jeremía.