Jeremía varar Júdafólk við að þau hafi yfirgefið Drottinn, með því að halda til Egyptalands og með því að taka þátt í helgihaldi fyrir framandi guði. Júdafólkinu virðist slétt sama, þau tilbiðja nú drottningu himins (væntanlega sólguð) og þeim finnst sér farnast vel.
Orð Jeremía skipta engu máli. Fyrirheitna landið sem Guð Abrahams og Móse gaf þjóð sinni skiptir ekki lengur máli. Lífið er nefnilega fínt í Egyptalandi að þeirra mati.
Jeremía bendir þeim á að góðærið muni ekki endast, hrunið í Egyptalandi sé handan við hornið, nánar tiltekið við innrás Babýloníukonungs.