Nú ætla ég að segja þér sögu

Eitt sinn efndi konungur einn til veislu og bauð öllum fegurstu prinsessum ríkisins. Konungsdóttirin var þó fegurst þeirra allra. Varðmaður nokkur kom auga á hana og varð óðar yfir sig ástfanginn. En hvernig gat aumur varðmaður leyft sér að nálgast prinsessu?

Það tókst að lokum. Þá tjáði hann henni að hann gæti ekki lifað án hennar. Prinsessan varð snortin af tilfinningahita mannsins.

Hún svaraði: „Ef þú bíður við gluggann minn í 100 daga og 100 nætur, verð ég þín.“

Varðmaðurinn tók sér þegar stöðu.

Hann beið í einn og tvo daga og tíu og tuttugu daga. Á hverju kvöldi gáði hún að honum en hann vék aldrei burtu. Fuglarnir drituðu á höfuð hans. Flugurnar stungu hann. Jafnvel vindar og vötn fengu honum ekki haggað. Eftir 90 daga var hann orðinn blindur, tár runnu úr augum hans.

Prinsessan fylgdist stöðugt með honum. 99 dagurinn rann upp. Þá tók varðmaðurinn stól sinn og fór. (Cinema Paradiso – The New Version)