Ég vísa stundum til Gamla testamentisfræðinga í skrifum mínum. Það er ekki tilraun til að gefa hugsunum mínum sterkara vægi heldur einfaldlega til að leggja áherslu á að það sem ég skrifa hér er ekki endilega ferskar hugsanir og tengingar sem ég er að uppgötva, heldur hef ég nálganirnar frá öðrum. Eru þær réttar og viðeigandi? Ég veit það ekki, en þær hjálpa stundum að tengja textann eða öllu heldur tengjast textanum. Ein af þessum hugsunum er tenging milli bikars reiðinnar í þessum kafla og kaleik Jesús í bæninni í Getsemane í Matteus 26.39.
Það þarf ekki að vera umdeilt að höfundur Matteusarguðspjalls leitar í hefð og smiðju Jeremía í skrifum sínum á guðspjallinu, um það eru fjölmörg dæmi. En hvort að bikar reiðinnar og kaleikur Jesús í Getsemanebæninni séu tengdir er ekki ljóst, þó e.t.v. sé hún áhugaverð.