Boðberar vondra tíðinda hafa það víst ekki alltaf gott. Jeremía er húðstrýktur og settur í gapastokk fyrir bölsýni sína. Harmljóð Jeremía lýsir vandanum vel:
Í hvert skipti sem ég tala verð ég að hrópa og verð að kalla: „Ofbeldi og kúgun.“
Réttlætiskennd Jeremía leyfir honum ekki að þegja. Hann upplifir óréttlætið og þrátt fyrir að honum myndi farnast betur í þögninni, þá getur hann ekki lokað munninum. Hann verður að benda á það sem er að.