Þjóðkirkjan á Íslandi glímir við margvísleg áhugaverð módel í starfi sínu, sem þarfnast umræðu og vangaveltna. Það er sér í lagi mikilvægt í ljósi yfirvofandi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Fyrir nokkrum vikum teiknaði ég eitt af módelunum upp enda þekktur fyrir mikla listræna hæfileika.
Þetta módel er reyndar aðallega bundið við þéttbýlissvæði (lesist höfuðborgarsvæðið) og felst í því að söfnuðurinn sem kemur til kirkjunnar og er virkur í starfinu er ekki nauðsynlega hluti af sókninni. Á sama hátt er ekki óþekkt að einstaklingar í sóknarnefndum hafi litla sem enga tengingu við söfnuðinn, en hafi valist til verkefnisins vegna annarra afreka í lífinu og búsetu í sókninni.
Þetta er eitt af mörgum módelum sem ætlunin er að takast á við og velta upp kostum og göllum á, laugardaginn 1. október í Grensáskirkju á námskeiðinu “Söfnuður/sókn – þá, nú, þegar…“