Eftir að þau sofa saman, virðist karlinn fara á braut. Kórinn spyr hvers konan sakni og hún lýsir fegurð elskhuga síns.
Hjalti bendir á mögulega tengingu Ljóðaljóðanna við frjósemisdýrkun miðausturlanda árþúsundið fyrir Krist í ummælum við fyrri kafla. Sé sú raunin, liggur beinast við að lesa inn í textann hugmyndir um árstíðir og hringrás lífsins. Ástmaðurinn sem kemur og fer gæti verið tákn vorsins. En ég veit það samt ekki.