Við lásum í síðasta kafla að fangelsið þar sem Jósef var haldið, var einnig notað til að geyma fanga konungsins. Það kemur í ljós hér af hverju það er mikilvægt.
Byrlari og bakari Egyptalandskonungs eru hnepptir í varðhald og komast þar í kynni við Jósef þegar hann ræður fyrir þá sinn hvorn drauminn eða e.t.v. væri nær að segja að hann spái fyrir um örlög þeirra. Spá Jósef rætist. Byrlarinn fær aftur fyrra starf. Bakarinn er hengdur.
Jósef hefur nú aðgang að manni sem er í beinum tengslum við Egyptalandskonung, eða hvað. Kaflinn endar á orðunum: “En yfirbyrlarinn mundi ekki eftir Jósef heldur gleymdi honum.”