1. Mósebók 35. kafli

Jakob sér sig tilneyddan til að flytja fjölskylduna eftir harmleikinn í fyrri kafla. Hann reisir altari í Betel. Sagan um að Guð hafi gefið honum nýtt nafn er endurtekinn. Við lesum að Rakel eiginkona hans ferst af barnsförum þegar hún eignast Benjamín. Kaflinn endar á andláti Ísaks og okkur er sagt að Esaú og Jakob jörðuðu hann í sameiningu, sem kallar fram hugrenningatengsl við jarðarför Abrahams, þar sem Ísmael og Ísak virtust ná saman á ný.