Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.