1. Mósebók 23. kafli

Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.