1. Mósebók 21. kafli

Enn er hlegið, en nú hlægja þau saman Guð og Sara við fæðingu Ísaks. Gleðin er samt ekki hrein, Sara sér tilvist Hagar og Ísmael sem ögrun við stöðu sína og Ísak og krefst þess að þau séu rekin á burt. Hér er frásagan úr 16. kaflanum endurtekin, að þessu sinni aukin og endurbætt í anda E-hefðarinnar.

Í stað þess að kasta þeim út, býr Abraham þau til ferðarinnar og í stað þess að reka Hagar og Ísmael aftur til kúgara sinna opnar Guð augu Hagar svo hún sér möguleika til sjálfstæðs lífs með syni sínum.

Á meðan gerir Abraham samkomulag við Filistea um að lifa í sátt í landi þeirra, gegn því að þeir viðurkenni eignarrétt hans á brunni sem Abraham segist hafa grafið í Beerseba. Það kemur skýrt fram í textanum að Abraham var aðkomumaður í þessu landi.

3 thoughts on “1. Mósebók 21. kafli”

Comments are closed.