Það er búið að tala um krossfestinguna og upprisuna, en höfundur þarf enn að bæta við sögu af kjánalegri hegðun Péturs. Án þess að hugsa kastar Pétur sér fáklæddur út úr bát til að freista þess að verða fyrstur að hitta Jesús, þar sem hann stendur á ströndinni. Jesús birtist nú lærisveinunum í þriðja sinn eftir upprisuna, og við lesum að þeir þekktu hann ekki fyrr en þeir sáu hvers hann var megnugur. Jesús kallar Pétur til að leiða söfnuðinn/kirkjuna, en lætur hann jafnframt vita að hann muni líða píslarvættisdauða. Til að bæta gráu ofan á svart, gefur Jesús í skin að hugsanlega fái lærisveinninn sem hann elskar að lifa fram að endurkomu Krists og þurfi þannig ekkert að þjást.
Og já, í lok ritsins er það tekið fram. Það er lærisveinninn sem Jesús elskaði sem er vitnið sem frásagan í Jóhannesarguðspjalli byggir á.