Jóhannesarguðspjall 19. kafli

Pontíus Pílatus er sagður verða hræddur í 19. kaflanum. Heiftin í mannfjöldanum er sögð vera slík að Pontíus gengur inn til Jesús og spyr: “Hvaðan ertu?”

Jesús kallar fram viðbrögð hjá þeim sem hann mætir, hvort sem það er hjá Pontíusi Pílatusi, eða hjá mannfjöldanum. Orð Jesús eru ekki sæt og saklaus, heldur ákveðin, sönn og beitt. Þegar því er haldið fram að kristnifræðsla geti ekki gert neinum neitt, er það í besta falli misskilningur, í versta falli lygi. Sá sem heldur því fram að það sé hættulaust að gefa börnum Nýja Testamentið hefur líklega aldrei komist í kynni við ritið.

Kristindómurinn er nefnilega mikið meira en “overgangsobjekt”, snuð, teppi eða sætur bangsi.

Köllunin um að gera það sem rétt er, gera vilja Guðs, láta sig varða um alla menn, en ekki bara þá sem eru eins og við, er alvöru verkefni. Það að berjast fyrir því að rétti annarra kallar á árásir og uppnefni. Það þarf ekki að leita lengi til að sjá dæmin í samtímanum. Hvernig konur sem kalla eftir jafnrétti eru úthúðaðar í fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig þeim er hótað ofbeldi og gefið í skin að það sé þeim fyrir bestu að vera misþyrmt.

Gagnrýni Jesús á eignarhald valdastéttarinnar á hugmyndum um Guð, staða Jesús með þeim sem minna máttu sín, ögrandi framkoma Jesús í garð þeirra sem höfðu völdin, kostuðu hann lífið. Það er hálfkómískt að þeir fulltrúar valdastéttarinnar sem vissu upp á sig sökina, tóku að sér að ganga frá líkinu þannig að sómi væri að.

Meðan ég man. Á meðan Pétur auminginn er sagður úti á þekju, þá lesum við Jesús biðja lærisveininn sem hann elskaði um að annast um móður sína. Ég hef grun um að “elskaði lærisveinninn” hafi komið að ritun Jóhannesarguðspjalls.

One thought on “Jóhannesarguðspjall 19. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.