Höfundi Jóhannesarguðspjalls er umhugað um að það komi greinilega fram að Jesús hélt sig fjarri “VIP” partýjum trúarleiðtoganna. Þegar leiðtogarnir veita honum of mikla athygli, er komin tími til að leggja land undir fót og hanga með almúganum. Það eru engir “Lilju og Hildar Lífar” komplexar hjá Jesú.
Við sjáum að meira að segja lærisveinunum hans verður nóg um:
Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: „Hvað viltu?“ eða: „Hvað ertu að tala við hana?”
Í kaflanum kallast þau á, samverska konan við brunninn á hádegi, konan sem allir prédikarar eru svo uppteknir af að hljóti að hafa verið útskúfuð af hinum konunum í bænum og konungsmaðurinn með fjölda þjóna. Konan sem Jesús gefur sig á tal við, konungsmaðurinn sem leitar eftir aðstoð Jesús. Stétt skiptir ekki máli, völd eru ekki ráðandi þáttur, að mæta Guði er jafnt fyrir afskipta konu og starfsmann hirðarinnar, að bera Guði vitni er verkefni jafnt konunnar og konungsmannsins.
One thought on “Jóhannesarguðspjall 4. kafli”