Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.
- Margaret Marcuson: Leaders Who Last: Sustaining Yourself and Your Ministry (umfjöllun mín er hér).
- Israel Galindo: The Hidden Lives of Congregations: Discerning Church Dynamics (umfjöllun mín er hér).
- Nathan Frambach: Emerging Ministry: Being Church Today (Lutheran Voices).
- Mark Allan Powell: Giving to God: The Bible’s Good News about Living a Generous Life.
Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.