Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að draga þarf úr trúarlegri áherslu starfanna og leggja í staðinn meiri áherslu á ungmennin sjálf, byggja störfin frekar á þeirra eigin forsendum en á forsendum kirkjunnar. Einnig kalla aðstæður í samfélaginu í dag á stóraukna umfjöllun um siðferðileg gildi. Auk þess þarf að fjölga fræðslustundum, koma á fót fermingarstarfahópi og fá söfnuðina til að gera verklýsingar fyrir fermingarstörfin sem og safnaðarnámskrár. Á þeim forsendum lagði ég fram drög að nýrri námskrá fermingarstarfanna.
via Skemman: Fermingarstörf þjóðkirkjunnar: Námsefnis- og námskrárgerð.
Meistaraverkefni Torfa Hjaltalín Stefánssonar er allrar athygli vert. Reyndar tek ég ekki undir að það þurfi að draga úr trúarlegri áherslu starfanna, enda er að mínu viti marklaust að leggja áherslu á aukna fræðslu “um guðshugtakið, um heilagan anda, um þrenningarlærdóm kirkjunnar og sögu hennar” (bls. 167) ef einhvers konar trúariðkun fylgir ekki.
Hins vegar tek ég undir með Torfa að nauðsynlegt er að fræðslan fari fram á forsendum ungmennanna en ekki á einhverjum óljósum forsendum kirkjunnar (lesist prestanna).