Tap Björgólfs á liðnu ári nemur öllum kostnaði við íslenska menntakerfið, rekstur RÚV og menningarstarfsemi ríkisins í 4,5 ár. Ef við lítum á annað viðmið þá er um að ræða rekstur íslenska heilbrigðiskerfisins í ríflega 2 ár.
Það er að mörgu leiti gagnlegt að hafa þessar tölur í huga þegar við metum skaðann af IceSave (menntakerfið 10 ár, heilbrigðiskerfið í 5 ár), hugsum um upphæðina sem vantar upp á í bókhaldi Baugs (heilbrigðiskerfið í 1 ár) eða upphæð lánana sem Jón Ásgeir fékk að leika sér með (heilbrigðiskerfið í 8 ár, menntakerfið í 16 ár).