Viðskipti með Landsbankann 3. október

Samkvæmt fjölmiðlum 3. október s.l. áttu sér stað óvenjumikil viðskipti með hluti í Landsbankanum. Hluti sem nokkrum dögum síðar urðu að fullu verðlausir. Hvort um tilviljun hafi verið að ræða eða ekki er í sjálfu sér erfitt að fullyrða, en hins vegar er umfang viðskiptana slíkt að það hlýtur að vekja athygli að enginn sem kom að þeim hafi verið tilkynningaskyldur. Í tilraun til að komast að hinu sanna í málinu, notaði einn heimildamaður minn Google og sá að á vefsíðunni björn.is hafði verið skrifað í gærkvöldi neðangreind setning: “Tilefni ræðu Kjartans var spurning um viðskipti með hlutabréf í Landsbanka Íslands föstudaginn 3. október.” Hér er augsýnilega verið að tala um ræðu Kjartans á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og fyrir óþjálfað auga virðist gefið í skin að Kjartan hafi haft einverja vitneskju um hvað gerðist 3. október. Hins vegar er það svo að þessari færslu Bjarnar hefur nú verið breytt og eina heimildin sem við höfum er “klipp” af google leitinni. Spurningunni er enn ósvarað. Hvað átti sér stað 3. október? Hver var það sem kom peningum sínum í öruggt skjól á kostnað skattgreiðenda? Svar óskast!

Picture 1