Eitt af því sem ég hef glímt við hér í náminu mínu er kynþáttahyggja og ýmsar birtingarmyndir þess, m.a. í kirkjuþátttöku. Hugtakið “white privilege” er mér mjög ofarlega í huga í flestu því sem ég tek mér fyrir hendur þessa dagana. Dr. Cheryl Peterson benti mér og fleirum nýlega á áhugaverða grein eftir Juan Cole þar sem hann notar dæmi frá Detroit.
Rétt er að taka fram að ég þekki ekki annað til Juan Cole og hans verka en þessi skrif sem eru mikilvæg. Með því að vísa til þessara skrifa með velþóknun er ég ekki að taka undir önnur skrif hans.