Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að kíkja á Facebook, enda skylst mér að það sé búið að vera málið um nokkra hríð. Og það virðist vera rétt, kerfið er einfaldlega snilld í alla staði og virðist virka, annað en MySpace-conceptið, sem allir tóku þátt í en mér mistókst algjörlega að skilja, þrátt fyrir nokkrar tilraunir.
Facebook býður upp á endalausa möguleika til tenginga, upplýsingamiðlunar og skilaboðadreifingar sem á væntanlega eftir að þróast enn frekar. Einfaldlega snilld! En þar sem ég er búin að uppgötva og skilja dæmið, er ljóst að ekki er lengur um trend að ræða, enda er ágætt að miða við það að þegar ég er orðin hluti af einhverju, er það ekki lengur “inn”.
Ertu viss um að þú viljir að aðrir eigi óheft notkunarleyfi (höfundarétt) á efni sem þú setur inn, þannig að það sé t.d. notað í auglýsingaskyni?
Ekki ég.
Hafa aðstandendur Fb einhvers staðar skýrt þennan texta? Þarna er nú ekki talað um yfirfærslu á höfundarrétti, það er t.d. ljóst af síðustu setningunni sem kveður á um að þú getir tekið efnið af vefnum og þar með falli leyfi til notkunar niður.