Matti bendir á áhugaverðan flöt á gærdeginum. Sú staðreynd að sóknarprestar eru ríkisstarfsmenn og lúta réttindum og skyldum sem slíkir, veldur því að líklegt er að frelsið sem þeim var tryggt í Kirkjuþingsályktun 8. máls haldi ekki. Ríkisstarfsmenn hafa einfaldlega ekki frelsi til að meina einhverjum um lögbundna þjónustu.
Já, vonandi verður bankað á dyrnar hjá einhverjum vel völdum kirkjum (t.d. veit ég um eina góða í Borgarfirði) þegar Alþingi breytir lögunum. Þá byrjar ballið aftur; ásakanir um mismunum og dómsmál (og vonandi með tilheyrandi úrskráningum).
Það er ekki öll vitleysan eins. Nú er komið upp mál í Svíþjóð þar sem mjög er kvartað yfir auglýsingu frá íhaldssömum kirkjudeildum þar í landi (Kaþólsku kirkjunni, Hvítasunnusöfnuðuðinum og frá einhverju evangelísku fríkirkjusambandi sem ég þekki ekki deili á).
Auglýsingin ber yfirskrifina “Varðveitið hjónabandið” og í undirtitli segir “Stöðvið ókynbundið hjónaband” (stoppa könsneutrala aektenskap). Þær hanga uppi í neðanjarðarlestum Stokkhólmsborgar, lestarstjórnum og ýmsum farþegum til lítillar ánægju.
Starfsmenn járnbrautanna undrast hvort allt sé leyfileg fyrir peninga og furða sig á að þannig auglýsing sé leyfð á opinberum stöðum, auglýsing sem veldur uppnámi meðal starfsmanna og meðal farþega (sjá http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1298&a=709381).
Ég get fullyrt að þessi flötur sem Matti og Hjalti benda á var ekki til umræðu þegar málin voru rædd – það datt engum í hug að hægt væri að neyða presta, þótt þeir séu embættismenn til að virða almenn mannréttindi, sem nú eru skilgreind til að ná líka yfir sambúð samkynhneigðra. Kirkjan hefur líkast til gengið lengra en hún ætlaði … þrátt fyrir allt.
Jæja. Þá er goðsögnin um að Ísland sé komið lengst allra þjóða í réttindamálum samkynhneigðra orðin að engu.
Sænski hægri flokkurinn (Moderaterna), sem er við stjórnvölinn í Svíþjóð, var rétt í þessu að samþykkja með miklum meirihluta ályktun um ókynbundna skilgreiningu á hjónabandinu. Þar með eru sex flokkar af sjö á sænska þinginu búnir að samþykkja svipaðar ályktanir (aðeins kristdemókratar á móti).
Líkur er á að frumvarp um slíkt verði lagt fram í Riksdagen nú í janúar (sjá http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=1042&a=709760).
Biskupi tókst að koma í veg fyrir að frumvarp Guðrúnar Ögmundsdóttir væri samþykkt á síðasta þingi. Megum við ekki eiga von á slíku frumvarpi aftur á þessu þingi? Við viljum jú vera fremstir í öllu, ekki síst á þessu sviði.
Ég á bágt með að trúa því að engum hafi dottið þetta í hug. Einhver að þeim fjölmörgu kirkjunnar mönnum sem lágu yfir þessu máli (t.d. fólkið í kenningarnefndinni) hlýtur að hafa hugsað um þetta. Kirkjunnar menn þreytast ekki að halda því fram að auknar skyldur fylgi forréttindastöðu ríkiskirkjunnar þegar rætt er um alla peningana sem ríkið veitir kirkjunni. Datt virkilega engum í hug að ein þessara skyldna væri sú að prestarnir mættu ekki mismuna fólki?
En mun Þjóðkirkjan nú halda áfram að berjast gegn því að Alþingi gefi trúfélögum leyfi til þess að staðfesta samvist? Því ef Alþingi gerir það, þá munu einhverjir prestar Þjóðkirkjunnar verða kærðir fyrir mannréttindabrot. Ég er viss um að svartstakkarnir vilja ekki sjá niðurstöðu þeirrar ákæru.
Ah…yndislega Schadenfreude.
Kirkjan hefur komist upp með það að fá að vera dómari í eigin sök (þegar greinir á lög konung og lög Guðs skulu lög Guðs ráða), að hún sá þennan möguleika ekki fyrir, ekki á þennan hátt. Annars hefði kirkjuþing hafnað þessum reglum um blessun samkynhneigðrar samvistar. Það að menn samþykktu fyrirvara um að engan prest skuli neyða til að framkvæma athöfnina bendir til þess að menn héldu að gamlar hefðir héldu. Enda hafa kirkjur erlendis notað sér þessa leið til að sætta fólk við breytingar í öðrum málum, s.s. prest- og biskupsvígslu kvenna.
Dögg Pálsdóttir fjallar um þetta á blogginu sínu, http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/ um helgina.