Ég hafði rangt fyrir mér

Ég verð að viðurkenna að dómsorð í Hæstaréttardómi 109/2007 vekja hjá mér takmarkaða gleði. Ég hef ekki lesið rökstuðning dómaranna, en renndi hratt yfir sératkvæði Hjördísar Hákonardóttur. Þessi dómur kemur til með í framtíðinni að verða eitt af grundvallarskjölum í umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju og því mikilvægt að hafa vísun í hann hér.

Fyrir þau/þá sem hafa viljað nota hugtakið ríkiskirkja um stöðu Þjóðkirkjunnar á Íslandi þrátt fyrir mótmæli mín. Dómur Hæstarétts er fallinn, ég hafði rangt fyrir mér. Eftir allt erum við ríkiskirkja og spurning hvort að ég noti ekki tækifærið og geri kröfu á kirkjuna um leiðrétt lífeyrisréttindi.

4 thoughts on “Ég hafði rangt fyrir mér”

  1. Tja, til þess að geta gert kröfu um lífeyrisréttindi sem embættismaður, ríkisstarfsmaður, þarftu að vera … ríkisstarfsmaður. Sem starfsmaður Grensáskirkju eða ÆSKR ertu það ekki. Enda er tilgreint í dóminum hverjir það eru sem gera kirkjuna að “ríkiskirkju” (þín orð) og hafa víðtækum skyldum að gegna gagnvart ríkinu, en það eru biskupar, prófastar, sóknarprestar og aðrir prestar sem skipaðir eru skv. samningi ríkis og kirkju.

  2. Ég tók reyndar eftir þessu þegar ég las dóminn. Það sem virðist vera sagt er að prestar og Biskupsstofa eru einhvers konar ríkiskirkju-apparat, meðan einstakir söfnuðir eða aðrar skipulagsheildir innan þjóðkirkjunnar eru það ekki. Ég sem starfsmaður prófasts er þannig ekki ríkisstarfsmaður þrátt fyrir að prófastur sé það.

  3. séra Guðmundur Karl Brynjarsson í grein í Fréttablaðinu í dag:

    “þar sem hann [Hjörtur fríkirkikjurprestur] segir í fyrirsögn að ég sé fyrirmyndar ríkiskirkjuprestur. Ég er ekki ríkisprestur heldur Þjóðkirkjuprestur, en þakka hólið”

    🙂

    Óheppileg tímasetning.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.