Hvar er kiljan?

Biblían er ein af þessum bókum sem ég nota nokkuð og  því spennandi að ný íslensk þýðing sé komin út. Hins vegar hef ég ótrúlega litla þörf fyrir að fá ritið í glæsilegu leðurbandi eða með flauelsáferð. Þannig á ég mjög flott eintak af gömlu þýðingunni í mjúku leðurbandi sem ég nota aldrei, en ódýra harðspjalda Biblían mín er hins vegar útkrotuð, hefur komist í kynni við polla og rigningu og stendur fyrir sínu. Eins er NRSV þýðingin í kilju það sem notast er við hér þegar leita þarf í ensku þýðinguna.

Ég spyr því hvers vegna ekki er boðið upp á létta og netta kilju við útgáfu nýrrar Biblíu. Er hugmyndin e.t.v. sú að fyrst sé boðið upp á Biblíur fína fólksins og fermingarbarna og síðan eftir ár eða svo boðið upp á Biblíur til almenningsbrúks?

4 thoughts on “Hvar er kiljan?”

  1. Kiljuútgáfa hlýtur að vera handan við hornið. Það er miður að hún sé ekki kynnt til leiks um leið, þetta gefur vitlausa ímynd af Biblíunni að vera með svona hátíðlegan ramma í kringum þetta allt saman. Annars dugar mér persónulega netútgáfan fullkomlega ásamt studybiblíunum mínum á meðan að ekki kemur íslensk pælingarútgáfa.

  2. Reyndar nota ég net-Biblíuna óhemjumikið einnig, en það dugar ekki alltaf til. Annars keypti ég mér eitt eintak af viðhafnarútgáfunni í dag og Bóksala stúdenta hefur nú þegar sent eintakið af stað til mín, þannig að ég lét glepjast.

  3. Talandi um hvað dugar og hvað ekki – þegar maður getur lesið frumtexann sæmilega skammlaust, þá er engin þýðing nógu góð. En sumar þýðingar opna manni nýja sýn á textann, og þannig lokast hringurinn aftur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.