Nú þegar síðara árið í MALM náminu mínu hér við Trinity Lutheran Seminary er að hefjast, er ég byrjaður að undirbúa umsókn fyrir STM-nám við sama skóla.
Nemendunum í skólanum er oft skipt í fimm hópa. Við höfum fyrsta árs nema í prestsnámi, síðan hannars árs prestsnema, þriðja árs prestsnemarnir eru kallaðir interns en þeir eru allt árið í þjónustu úti í söfnuðum og sækja enga kúrsa við skólann, fjórða árs prestsnemar eru kallaðir Seniors og loks er það “The Letter People”, einstaklingar sem eru að taka nám sem er ekki prestsnám og er kallað einhverri stafasamsetningu sem segir fátt.
Þannig er boðið upp á tveggja ára MTS-nám við skólann (Master of Theology Studies), sem er almenn guðfræðigráða sem veitir ekki embættisgengi í Lúthersku kirkjunni, en sumar aðrar kirkjudeildir taka gilt sem prestsnám.
Þá er við skólann boðið upp á MACM (Master of Arts in Church Music), sem er tveggja ára organistabraut.
Námið mitt er kallað MALM (Master of Arts in Lay Ministry) og er 2ja ára meistaranám sem getur hugsanlega verið gráða fyrir þá sem stefna að því að verða AIM (Associate in Ministry) innan ELCA eða stefna á Diaconal Ministry sem er ekki það sama og deaconess hjá ELCA.
Það sem ég stefni á næst er síðan STM (Master of Sacred Theology), en þar er um að ræða eins árs post-graduate rannsóknarnám til meistaragráðu.
Ekki má síðan gleyma CPE-náminu eða Clinical Pastoral Education, sem er reyndar ekki í boði við skólann, en er samt sem áður skylda fyrir prestsnemana og ekki óalgengt að ein CPE eining sé tekin í tengslum við hinar gráðurnar einnig. Ég hef velt fyrir mér að taka eitt ár í CPE að loknu STM, en það verður að koma í ljós síðar.
En ef allt fer á áhugaverðasta veg er hugsanlegt að eftir 3 ár hafi ég lokið MALM, STM og CPE frá stofnunum eins og TLS og OSU, jafnvel væri hugsanlegt að ég yrði kallaður til safnaðar sem AIM nú eða ekki :-).
Þegar þú verður kominn með allar þessar skammstafanir á nafnspjaldið þitt heldur fólk að þú sért nýaldargúru 😉