Í kvöld verður “orientation” fyrir MBA námið hérna í Capital University en ég verð í einum MBA-kúrsi í haust, sem ber heitið Organisational Behavior. Það þýðir að ég þarf að grafa upp skyrtur og snyrtileg föt, enda MBA nemarnir væntanlega mun fínni í tauinu en guðfræðinemar sem margir klæða sig eins og þeir séu nýkomnir úr sumarbúðum. Annars líður heil vika í viðbót þangað til tímar hefjast í MBA-náminu, og síðan ein vika til þar til Trinity-kúrsarnir hefjast. Námskeiðin í Trinity að þessu sinni eru í fjölbreyttari kantinum. Ég verð í kúrsi um leiðtogahlutverk í safnaðarstarfi, ég sit námskeið hjá James Childs um kynlífssiðfræði, tek kúrs um fermingarstörf og loks mun ég sitja námskeið í Nýja testamentisfræðum.
Þá verð ég í skrifstofuvinnu hjá Healthy Congregations, en þar er boðið upp á fræðsluefni byggt á hagnýtingu Family System Theory í safnaðaruppbyggingu.
…heyri ég einhverja fordóma í garð guðfræðinema? Eða er hér lýsing á þínum eigin veruleika þessa dagana?
Nei, hér er mikið frekar um að ræða fordóma gagnvart fólkinu sem þarf að vera í skyrtum og jakkafötum allan daginn.
Já auðvitað, ég hefði átt að fatta það strax. Hlýtur að vera erfitt fyrir það að leita svona lengi að fínu fötunum á hverjum degi.