Sköpunarfræðisafnið

Ég fór í dag á hið merka Sköpunarfræðisafn rétt utan við Cincinnati. Nákvæm færsla um ferðina býður betri tíma, en þó var merkilegt að sjá vitnað í James Ussher, sem sérstaklega virtan fræðimann á sviði Biblíuvísinda og ekki síður var það sérstakt fyrir mig persónulega að skilja loksins trúarlegt inntak stórmyndarinnar “Ekki á morgun heldur hinn” sem ég sagði ranglega í færslu fyrir þremur árum að hefði “engin hefðbundin trúarleg tákn”. Hamfarir þeirrar myndar kallast skemmtilega á við Nóaflóðið eins og það er sett fram á safninu. Reyndar minnist ég þess ekki að Veðurfræðingurinn (Nói) í kvikmyndinni hafi verið sérlega mikið fyrir sopann, en hins vegar er ljóst að það voru verulegir brestir í fjölskyldulífi hans. Reyndar kemur ekkert fram um þessa bresti Nóa á sýningu safnsins.

En ég hyggst fjalla nánar um safnið síðar, enda klukkan vel fram yfir miðnætti hér á vegamótelinu sem ég dvelst á í fjallabænum Bridgeport í norðvesturhluta Vestur-Virginíufylkis.

3 thoughts on “Sköpunarfræðisafnið”

  1. Keli tók viðtal við einn af handritshöfundum myndarinnar þegar hann kom hingað til lands. Viðtalið var birt á vef Deus ex cinema og þar segir meðal annars:

    Á leiðinni út úr salnum spurði ég Jeffrey Nachmanoff hvort heimsslitin væru sett í trúarlegt samhengi, eins og svo oft á við um svona myndir. Hann svaraði því til að auðvitað hafi eitthvað af hans trú skilað sér í myndina. Nefndi hann þá sérstaklega söguna af örkinni hans Nóa en hann sagði að í myndinni þyrfti fólk að ákveða hvað það ætlaði að varðveita af menningu sinni, rétt eins og Nói þurfti að varðveita dýr jarðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.