Nú hef ég lokið fyrsta vetrinum mínum í Trinity Lutheran Seminary. Ég hef lokið 44,5 einingum af 84 og því 2,5 einingu á undan áætlun (leiðrétt). Ég mun reyndar bæta í nú í sumar en ég hyggst taka námskeið um Contemporary Issues in Bioethics og Educating for Global Mission, alls 5 einingar. Annars liggja ýmis verkefni fyrir næstu fjórar vikur, þangað til námskeiðið um Bioethics hefst. Helstu verkefnin eru:
- Frágangur á efni fyrir kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu, en skiladagur á efninu var settur í október 2006.
Uppsetning á hver veit hvaða útgáfu af Pétrísk-íslensku orðabókinni.- Skrif á greinargerð um mat á safnaðarstarfi.
- Skutla Jennýju, Tómasi og Önnu til Baltimore, til að ná flugvél.
- Sækja Tómas og Jennýju til Baltimore.
- Útbúa herbergi fyrir Tómas, þannig að hann hafi sitt eigið herbergi.