Feðginahelgi

Það er auðvelt að segja að lyf séu ekki besta lausnin, heldur eitthvað annað – fiskafitusýrur, feðginahelgi, heilsurækt eða bænir. Veruleikinn er hins vegar einfaldlega sá að stundum eru börn veik og þurfa lyf.

Um síðustu helgi fór ég á feðginahelgi með dóttur minni og þar vildi svo til að Jeff, aðalhöfundur ofangreindrar rannsóknar var þar með dóttur sinni. Hann sagði okkur hinum, pöbbunum hvað það væri undarlegt að vinna við rannsóknir og lenda í því allt í einu að verða fjölmiðlafóður. Hann væri búin að vera alla síðustu viku á námskeiðum í framkomu og fjölmiðlapakkinn myndi lenda á honum á þriðjudag (í gær). Jeff sá samt ástæðu til að gefa sér tíma og mæta með dóttur sína og eiga með henni góðar stundir í sumarbúðunum. Það að hann skyldi taka dóttur sína á feðginahelgi merkti samt ekki að hann trúði ekki eigin niðurstöðum, hann veit sem er að heilbrigt fjölskyldulíf, uppbyggjandi samskipti og jafnvel fiskafitusýrur (við reyndar ræddum það ekki) gera sitt gagn.  En þegar börn eru veik, sem gerist því miður, þá er mikilvægt að átta sig á hvort það sé betra að þau fái Prosac eða ekki. Líkt og það er nauðsynlegt að vita hvort það sé betra fyrir barn með opið beinbrot að fá verkjatöflu til að geta sofið, eða að leyfa náttúrunni og verkjunum að hafa sinn gang.

Niðurstöður Jeff og félaga eru fjölþættar, ein þeirra er sú að það dregur úr sjálfsvígshættu að gefa þunglyndum börnum lyf við vanlíðan sinni. Allir sem láta sig börn varða, hljóta að fagna slíku, óháð því hvað okkur finnst um lyfjafyrirtæki sem slík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.