Í tengslum við umræðuna við færsluna Föstulok hafa vaknað upp áhugaverðar umræður um varnarbaráttu kirkjunnar í samtímanum. Ég rakst rétt í þessu á texta eftir frelsunarguðfræðinginn José Comblin, en hann talar um að kirkjan lifi í stöðugri baráttu milli gyðingdóms og heiðingdóms. Hann segir svo:
By calling, it ought to transcend both. But historically, it vacillates between both poles of corruption. In the second and third centuries the chrch reassumed many of the elements of Judaism, and seemed another synagogue. From Constantine onward, the church allowed itself to integrated into the Roman Empire and tended toward paganism. … Since the great Protestant schism and the gradual secularization of Western society, the church has inclined once more toward Judaism, defending itself by taking the shape of a synagogue. It defends itself through its law, its separation from the pagans, its intransigence, its fidelity to the letter and to its tradition.
Og hér er þá talað um kirkjur á vesturlöndum vænti ég?
Já, þessi texti sprettur úr katólskri guðfræðihefð og lítur einvörðungu til vesturkirkjunnar. Hins vegar má yfirfæra þessa spennu á austurkirkjuna líka, þó tímaramminn sé annar.