Da Vinci Code og Pálmasunnudagur

Það kom upp í huga mér rétt í þessu hvort vinsældir Da Vinci Code og kenningarinnar úr The Holy Grial and Holy Blood, séu ekki enduróm fagnaðarlátanna á Pálmasunnudag. Þörfin fyrir veraldlegan konung, útvalinn leiðtoga, sem breytir öllu og gerir allt rétt í heiminum. Fagnaðarlætin þögnuðu síðar í kyrruviku, en þörfin fyrir hinn útvalda sanna veraldlega leiðtoga er enn til staðar. Ef bara barnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnbarnabarn Jesús væri tilbúið til að taka á vandanum í heiminum, þá myndu margir mæta með pálmagreinarnar og vonast eftir að allt yrði gott. Það er nefnilega auðveldara að mæta með pálmagreinar á The Mall en að breyta sjálfum sér.

One thought on “Da Vinci Code og Pálmasunnudagur”

Comments are closed.