14. mál Kirkjuþings var samþykkt. Það merkir að “nú” skipar ráðherra ekki lengur sóknarpresta heldur er það innanhúsmál kirkjunnar. Þessu er ástæða til að fagna.
7 thoughts on “Meira af gleðiefni”
Comments are closed.
14. mál Kirkjuþings var samþykkt. Það merkir að “nú” skipar ráðherra ekki lengur sóknarpresta heldur er það innanhúsmál kirkjunnar. Þessu er ástæða til að fagna.
Comments are closed.
Af hverju?
Kirkju sem vill vera kirkja, samfélag trúaðra sem lútir vilja Guðs, hlýtur að leitast við að vera óháð yfirvöldum á hverjum tíma. Sú Konstantínusarvilla að samspil kirkju og ríkisvalds sé æskileg kallar á doða og stöðnun í trúarlífi. Konstantínusarvillan undirbyggir sérfræðingavæðingu trúarlífs og deyðir almennan prestsdóm.
Þessa færslu og ummæli mín hér og annars staðar verður að skoða í því ljósi að ég er við nám í BNA. 🙂
Já, þetta er gott skref í rétta átt. Í framhaldi þarf að létta á embættisbákninu.
Hvað merkir embættisbákn í þessu sambandi?
Já, þetta eru gleðifréttir. Þetta er sá bikar sem nútímaleg kirkja lætur ekki framhjá sér fara. Hún þarf að drekka hann í botn.
Það sem þarf að fylgja, er að biskup þarf að geta fært fólk til í starfi, milli sókna og til og frá stofnana kirkjunnar. Það er hinsvegar ekki svo, að þessi málaflokkur sé auðveldur viðfangs, auðvelt fyrir starfsmenn kirkna að upplifa það að þeir séu ekki verðmæti í augum þeirra sem vígja þá til starfa.