Dr. John Karanja prófessor í kirkjusögu við Trinity Lutheran Seminary, prédikaði við helgihald í morgun út frá Markúsarguðspjalli 7. kafla. Meðan þess sem hann stiklaði á voru vangaveltur um samspil orðs og anda, venjur, hefðir og bókstafstrú. Eitt af því sem hann reifaði í prédikun sinni var þáttur kristinna leiðtoga og leikmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda. Ég hafði ekki heyrt um tengsl kirkjunnar við atburðina í Rúanda áður á þennan hátt og því vöktu þau nokkra athygli mína.
Gott framtak hjá þér Elli. Sérstaklega eru viðbrögð Vatikansins og þáttur kaþólsku kirkjunnar í morðunum athygliverð. Sem dæmi má nefna framkomu nunnanna, sjá hér http://www.afrol.com/News2001/rwa010_nuns_genocide.htm og þessir tenglar um þátt biskups í ensku biskupakirkjunni í morðunum. Hér: http://www.afrol.com/News2001/rwa004_bishop_genocide.htm og einnig hér http://www.afrol.com/News2001/rwa005_bishop_genocide2.htm
Ég held að það sé reyndar hættulegt að horfa á einstakar kirkjudeildir sérstaklega. Bendlaðir við atburði þarna, rökstutt eða ekki, voru yfirmenn hjá meþódistum, meira að segja einstaklingar sem höfðu verið í miðstjórn WCC. Það eru einnig lútherskar kirkjur í Rúanda og eins og ég las einhvers staðar í bandarískri umfjöllun, það reis enginn Bonhoeffer upp í Rúanda, játningakirkjan lét ekki sjá sig.
Ég sá af lauslegum lestri á þriðju greininni, sem er eina almennilega úttektin á þessari framkomu kirknanna, að ástæðan þess hve hún var virk í óhæfuverkunum hafi verið áherslan á hlýðni við yfirvöld. Slíkt fer auðvitað ekki eftir kirkjudeildum heldur gengur þvert á þær. Þó er óhætt að segja að því meira kenningarlegt og stjórnunarlegt frelsi sem kirkjudeild nýtur því minna er henni hættara við að beygja sig undir yfirvaldið. Hlýðni við yfirvöld (lögmálið) er rótgróin í kristinni hefð (religion) en ekki í sjálfri trúnni (faith, ef við notum umdeilda skiptingu!): Maðurinn er herra hvíldardagsins. Við lútherskir eru þó nær því að standa upp í hárinu á glæpsamlegu yfirvaldi en margar aðrar kirkjudeildir með annan strúktúr, vegna áherslu lútherskunnar á rétt einstaklingsins að túlka hefð, stað og stund eftir Kristi, ekki bókstafnum. Andófið gegn nasistum í Þýskalandi var t.d. mun meira meðal mótmælenda en kaþólskra en þeir síðarnefndu bera stóra ábyrgð á því að nasisminn komst til vald