Hlutverkaskilgreiningar

Einhverjum kann að finnast ég gera lítið úr hlutverkaskilgreiningum í svari á trú.is í gær. Því er til að svara að hlutverkaskilgreiningar hafa ákveðið hlutverk. Þær hjálpa til við greiningu hópa og hreyfinga, auðvelda okkur að sjá mynstur í atferli hreyfinga og hafa ákveðið forspárgildi um þróunarferli þeirra. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar og rannsóknir á slíkum mynstrum geta hjálpað við að takast á við hópa sem hafa tilhneygingu til að beita ofbeldi svo dæmi sé tekið.
Svari mínu í gær var hins vegar ætlað að vara við að nota þessar skilgreiningar til að fullyrða um trú/trúleysi einstaklinga, þar sem hlutverkaskilgreiningar henta mjög illa til slíkrar stimplunar.

Hins vegar er pistill Svavars Alfreðs dæmi um skemmtilega notkun á hlutverkaskilgreiningum trúarlífsfélagsfræðinnar til greiningar á hópum.

Þetta er sett hér inn til útskýringar.