Tilnefningar til kirkjuþings

Það kom mér ekki á óvart, en olli mér samt vonbrigðum að einungis sé tilnefndur einn einstaklingur undir þrítugu í kjöri til leikmanna á kirkjuþingi. Sá er Halldór Magnússon, kt. 220677-4789, Engjavegi 26, Sveitarfélaginu Árborg, Selfosssókn.

Næst yngst er Dagný Halla Tómasdóttir fædd 1972.

Alls eru fimm tilnefndir undir 40 ára og alls 24 undir fimmtugu, af þeim 70 tilnefningum sem hafa verið staðfestar. Sérstaka athygli vekur að yngsti tilnefndi fulltrúinn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er 49 ára, þrátt fyrir að í því prófastsdæmi sé líklega hvað mest af ungu fólki.

Kirkja sem ekki fær ungt fólk til að taka þátt í ákvarðanatöku, kirkju sem mistekst svona gjörsamlega að kalla ungt fólk til ábyrgðar er kirkja í miklum vanda.

Enn vantar sex tilnefningar frá Vestfjörðum.

3 thoughts on “Tilnefningar til kirkjuþings”

  1. Halldór Magnússon, Engjavegi 26 er víst fæddur 1937 en ekki 1977. Þannig að færslan er víst röng. ENGINN undir þrítugu er í kjöri til leikmanna á kirkjuþingi. Einungis fjórir einstaklingar eru undir fertugu. Ábyrgðin er m.a. mín, sem hef mistekist að hvetja unga fólkið sem ég hef starfað með til ábyrgðar á kirkjunni sinni. En þvílík staða fyrir kirkjuna 🙁

  2. Ég held að vandinn felist ekki bara í því að kalla ekki til ábyrgðar. Það þarf líka að láta ábyrgðina af hendi til þeirra sem kallaðir eru til hennar. Það fylgist ekki alltaf að. Þetta er líka kirkjupólitík. Gríðarlega mikið starf er borið uppi af yngra fólki. Mér finnst þetta miklu frekar bera vott um að það sé ekki gengist við því, að köllunin er ekki virt. Til að sanna staðfestu sína virðist fólk þurfa að hafa nokkurra áratuga virkni að baki. Engu líkara en efast sé um einlægni þess og staðfestu.

Comments are closed.