Matti Á. bendir á góða grein eftir Eyju Margréti á vef heimspekistofnunar HÍ.
Þetta styður þau rök sem Salvör kallar menningarrökin og sem kveða á um að nauðsynlegt sé að fræða börn um sögu kristninnar og helstu kennisetningar hennar. Þetta gildir sjálfsagt líka út frá hugmyndasögulegu sjónarmiði og segir okkur að skilningur á kristinni trú geti veitt einhverja innsýn í það sem liggur núverandi hugmyndum okkar um lífsgildi til grundvallar. En þetta á auðvitað við um fræðslu en ekki boðun og af þeim ástæðum sem ég hef þegar nefnt er mikilvægt að gera þar greinarmun. Þrátt fyrir að fagna megi hugmyndum um aukna og bætta fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð í skólum landsins er því full ástæða til að hafna trúboðshlutverki opinberra skóla.
Óhætt er að taka undir meginsjónarmið greinarinnar. Trúfélag eins og þjóðkirkjan á ekki og getur ekki vísað ábyrgð sinni og foreldra á trúaruppeldi eitthvert annað.
Hvernig stendur á því að við veljum ekki sömu tilvitnun úr greininni 🙂