Það er alltaf gaman að lesa Faith&Values-section-ið í The Columbus Dispatch, en það kemur með blaðinu á föstudögum. Síðasta föstudag var úttekt á afmælisbarni dagsins meginþemað en í dag eru það skopmyndirnar og The Creation Museum.
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunum um skopmyndirnar í fjölmiðlum hér í BNA, en enginn af stóru miðlunum hér hefur birt myndirnar. Þannig byrjaði umræðan með harkalegum árásum á Evrópubúa fyrir tvískinnung og dónaskap, áherslan lá á að tjáningarfrelsi, væri ekki frelsi til að meiða, deyða aðra. Sú umræða hefur síðan fjarað út og áherslan færst yfir til miðausturlanda og viðbrögðin þar. Þannig hefur verið bent á að myndirnar sem valda hvað mestri hneykslan hafi ekki verið í Jótlandspóstinum, heldur hafi imanar frá Danmörku dreift þeim í Egyptalandi, til að afla sér stuðnings. Eins hefur verið bent á þátt yfirvalda í Sýrlandi og Íran í mótmælunum. Þannig hefur samúðin með múslímum fjarað út í kjölfar viðbragðana í miðausturlöndum.
Í Dispatch í dag er síðan gagnrýninni beint að íslamistum, sem margir hverjir eru menntaðir á vesturlöndum. Þeir noti menntun sína til að ná völdum í heimalandinu, en halda síðan upplýsingum og fræðslu frá þegnum sínum til að viðhalda stöðu sinni. Hvort þessi mynd lýsi menntahroka vesturlanda eða raunveruleikanum skulum við láta liggja á milli hluta.
The Creation Museum er nýr áfangastaður allra sanntrúaðra. Þar er um að ræða 3.000 fm safn sem sýnir Sköpunarsöguna og hvernig jörðin hefur breyst og mótast á þeim 6000 árum sem eru liðin síðan Guð hóf störf. Safnið er rétt utan við hringveginn í kringum Cincinatti, á mörkum Ohio, Kentucky og Indiana. Safnið opnar ekki fyrr en vorið 2007, en þangað til er bara að bíða spenntur. Héðan frá mér er rétt um tveggja tíma akstur og hægt að staldra við í Paramount King Island á leiðinni og fara í nýja Lazytown leiktækið.
Leiðin á sköpunarsafnið í boði MapQuest
Start out going WEST on E MAIN ST
Turn LEFT onto ALUM CREEK DR.
Merge onto I-70 W.
Merge onto I-71 S via EXIT 99A-B
Merge onto I-275 W via EXIT 17B
Merge onto I-275 S via EXIT 5
Take EXIT 11 toward KY-20 / PETERSBURG.
Turn RIGHT onto KY-8 S.
Turn LEFT onto BULLITSBURG CHURCH RD.
Alls: 130,76 mílur, 2 klst og 8 mínútur.
Ef einhver hefur áhuga á að kíkja á safnið, þá get ég örugglega reddað gistingu hér í Ohio.
One thought on “Trú og gildi”
Comments are closed.