Andaglas

Á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi kemur reglulega upp þörf hjá unglingsstelpum að fara í andaglas. Spurningunni um andaglas er svarað yfirvegað og vel á Vísindavefnum. Þar er leitt að því líkum að það séu aðgerðir einstaklinganna sjálfra sem kalla fram svörin og vísað í rannsóknir þess efnis. Ekki skal ég efast um það. Hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér hvað það þýðir í raun þegar unglingar kalla fram óhugnanleg svör í þessum leik, í flestum tilvikum ómeðvitað.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér andaglasið, er hægt að fara í eitt slíkt hér.

One thought on “Andaglas”

  1. Ég verð að viðurkenna að á mínum unglingsárum fór ég í andaglös í svona unglinga-ferðalögum. Alltaf kom andi í glasið og hótaði öllu illu. Ég get vottað það að það var enginn ómeðvituð öfl undirmeðvitundarinnar að verkum, ég vissi alveg hvernig ég átti að hræða stelpurnar 🙂

Comments are closed.