Það er hneisa að einhverjir Íslendingar skuli vera til í að svínbeygja reglur um íslenskan ríkisborgararétt til handa manni sem fagnar yfir hryðjuverkum, er haldinn hatri í garð einstakra þjóða og er auk þess í skattrannsókn vegna hugsanlegra skattsvika í heimalandi sínu.
Það er hægt að mótmæla framkomu við hann, það má gagnrýna japönsk og bandarísk stjórnvöld, en að misnota hugmyndina um ríkisborgararétt á þennan hátt er algjörlega óþolandi. Hvaða skilaboð erum við að gefa heiminum? Er hugmyndin sú að veita öllum geðsjúkum í fangelsum um allan heim íslenskan ríkisborgararétt, ef okkur finnst aðbúnaðurinn í fangelsunum ekki fullnægjandi. Eða er e.t.v. skilyrðið að viðkomandi sjúklingur hafi fagnað 11. september?
Þið sem sitjið í Alsherjarnefnd Alþingis, skammist ykkar!
Láttu ekki svona Elli. Þessi maður vakti svo sannarlega upp íslenska skákvorið, sem að vísu er aftur orðið að fimbilvetri. Við fengum fjórmenningaklíkuna í kjölfar einvígisins ´72 og vorum á topp-tíu listanum á amk þremur Ólympíumótum, nr. 5 sem best, þökk sé Fischer. Svo við teljum okkur eiga RJF skuld að gjalda, sérstaklega vegna þessarar fáránlegu meðferðar sem hann hefur fengið í Japan. Maðurinn er auðvitað bilaður, en Alþingi er þarna að gera góðverk ársins sem vonandi á ekki eftir að koma okkur í allt of mikil vandræði. Free Bobby (vonandi fer hann beint til Þýskalands svo við þurfum ekki að hlusta á yfirlýsingar hans í fréttatímum fjölmiðlanna í margar vikur)!
Hjartanlega sammála þér Elli, Alsherjarnefnd Alþingis setur niður við þetta mál.
Hvað finnst þér þá um það að íþróttamönnum er veittur ríkisborgararéttur til að geta spilað með landsliðinu um stundarsakir og svo eru þeir farnir?
Ég hlýt að telja að það sé misbeiting á slíkum rétti.
Ég sá innlegg á sænskri skáksíðu nú rétt áðan, þar sem við Íslendingar fáum mikið hrós fyrir að þora að taka Fischer að okkur. Maður sem lætur frá sér fara niðrandi ummæli um náunga sinn er tekinn opnari örmum en nokkur flóttamaður! Ríkisborgararéttur af mannúðarástæðum er algjörlega nýtt fyrirbæri, heimsmet. Húrra fyrir Íslandi. Á meðan Svíar reka andlega veil börn úr landi gefa Íslendingar geðveikum manni ríkisborgararétt. Tala um ólíkt gildismat! Ég tek undir þetta. Reynum að sjá þetta með sympatískum augum. Þetta einstaka atvik er sætt þó svo að saga okkar um móttökur flóttamanna sé langt frá því að vera falleg.
Íþróttamennirnir eru þó búinir að vera hérna á landinu um lengri eða skemmri tíma þegar þeim er veittur ríkisborgararéttur. Því hlýtur að vera eðlismunur á þessu, eða a.m.k. stigsmunur.
Ég tek undir með þér, Elli. Þetta er furðuleg vitleysa. Ég þóttist greina heyranlega vanþóknun hjá utanríkisráðherra. Ég skil ekki þetta skák-költ. Það er óskiljanlegt.
Hvar heyrðir þú þessa vanþóknun hjá utanríkisráðherra, Binni? Hann var nú helsti hvatamaður þess að farið var í að vinna í málum Fischers og koma honum til landsins. Er Dabbi kóngur farinn að sjá eftir öllu saman? Kemur þá vel á vondan.
Svona svona Elli minn. Þú verður að átta þig á því að við meigum heldur ekki láta stjórnmálaskoðanir eða almenna vanþekkingu og heimsku fólks koma í veg fyrir að það fái ríkisborgararétt. Ég skil vissulega sjónarmið þitt og sem slíkt stendur það sem ágætis rök en hafa ber í huga að Bobbý er hérna á allt öðrum forsendum en vegna skoðanna sinna. Ég sé fyrst og fremst veikan mann sem er ofsóttur einmitt vegna skoðanna sinna en maður má ekki dæma einstaklinginn vegna sjúkdómsins, hvað þá einkennanna.
Við skulum hafa eitt á hreinu, Fischer er ekki og hefur aldrei verið ofsóttur í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hins vegar hefur Fischer brotið landslög í BNA þar sem hann hefur ríkisborgararétt og er þess vegna ekki velkominn þangað, frekar en t.d. Roman Polanski. Eigum við að veita öllum sem heyra raddir og trúa á samsæriskenningar um að CIA elti þá og steli minnisblöðunum þeirra um alheimssamsæri gyðinga og komu geimvera íslenskan ríkisborgararétt? Ég segi einfaldlega NEI. Það tók Fischer innan við sólarhring að brjóta landslög á Íslandi sem varða við allt að tveggja ára fangelsi. Eiga íslensk lög ekki að gilda um þennan mann eins og aðra? Þetta er einfaldlega fáránleg uppákoma og algjörlega til skammar.
Ég hef ekkert fylgst með þessu máli, hvaða lög braut hann hér á landi?
Gott að þessi umræða byrjaði aftur! Fischer braut engin landslög í USA. Hann braut fáránleg lög um samskiptabann á fyrrum Júgóslafíu vegna Balkanstríðsins í byrjun 10. áratugarins. Til að tefla þarf tvo til, hinn aðilinn, Spasskí, hefur búið í Frakklandi síðan þetta gerðist og aldrei þurft að gjalda fyrir þátttöku sína. Þó voru Frakkar með í þessum banni sem Evrópusambandsþjóð. Að auki held ég sé óhætt að gefa skít í landslög í USA, samanber hina fáránlegu fangelsun íslenska stráksins fyrir læknisleik. Á Íslandi gilda enn íslensk lög sem betur fer, ekki amerísk. Þetta um brot á íslenskum lögum ert alveg jafn fáránlegt. Þessi lög, um meiðyrði gagnvart kynþætti, trúarskoðunum og fleira, hafa verið dauð í fjölda mörg ár og ekkert dæmt eftir þeim. Gott dæmi um það er umræðan sem farið hefur fram hér á annálnum þar sem trúleysingjar hafa svívirt trúaða vikum og mánuðum saman, og komist upp með það. Common Elli! Þú ferð að vera grunaður um pólitískt hægra ofstæki…
Torfi, í umgengni um lög er á stundum litið til þess hver það er sem er svívirtur, þannig virðist sem meirihlutaskoðanir njóti ekki sömu verndar laganna eins og skoðanir minnihlutahópa. Hins vegar hefur lögunum verið beitt til að vernda minnihlutahópa og einmitt gegn ummælum í sama stíl og Fischer viðhefur sbr. dóm Hæstaréttar á Hlyni Frey Vigfússyni.
Fischer er ekkert veikur, hvað þá geðveikur! Hann er bara sérvitringur sem að hefur komist upp með allt sem hann vill þegar hann vill.
Halldór! Þetta mál sem þú vitnar í var gegn nýnasista ef ég skil rétt. Yfirlýsingar Fischers eru sem betur fer ekki á þeim nótum heldur samsæriskenningar manns sem haldinn er ofsóknarkennd. Ef hann á ekki við geðræn vandamál að stríða þá veit ég ekki hver Annars hljóta það frekar að vera fjölmiðlarnir, sem birta ummæli eins og Fischers, sem eru hinir seku. Þeim hefur verið í lofa lagið að ritstýra honum en hafa ekki gert það. Auðvitað væri fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr slíkri lögsókn á hendur honum, en ég spái því að hún sé til einskis – og að til slíks muni ekki koma einmitt vegna þess hve líkur á sakfellingu eru litlar. Mér er nær að halda að íslenskir fjölmiðlar muni hér eftir vera varkárari í að hafa eftir honum vitleysuna.
Elli, eigum við yfir höfuð að leifa nokkrum manni að koma hingað þar sem vel flestir, jah ef ekki allir heimsbúar hafi einhvertíma brotið einhver lög frá einhverju landi??? Ég verð að segja að mér þykir svona farísea hugsunargangur…þú veist, vera svo upptekinn af því að allir fylgi bókstafnum, kominn út í öfga. Eins má spyrja hvort að þessi “lög” sem þú segir Bobbý hafa brotið strax við komu landsins séu í samræmi við stjórnarskrána. Ég má samkvæmt lögum hafa hverja þá skoðun sem ég vill og segja hvað það sem mér sýnist. Það eru grundvallarmannréttindi í lýræðisríki. Mér finnst fínt að lög séu brotin sem eru ranglát.
Réttindi einstaklinga felast ekki í því að mega meiða aðra einstaklinga. Það eru slík lög sem Bobby Fischer hefur gert sig sekan um að brjóta.