Jesús reið á asna, síðan stoppaði hann á fjallstindi. Fullt af fólki að veifa pálmagreinum, fólkið sagði hósanna. Síðan var hann að borða með lærisveinum sínum. Síðan dó hann á krossinum fyrir allt rangt sem við höfum gert. Síðan kom maður og tók líkama hans í gröf og velti rosalega stórum stein fyrir svo enginn myndi taka líkama hans. Síðan kom engill og velti steininum frá. Síðan komu tvær stelpur og sáu að steinninn var ekki fyrir opinu. Þær kíktu inn og þær sáu bara engil þarna inni sem sagði: “Hann er lifandi, hann er ekki hér.” Og hann sagði við þær: “Segið lærisveinum hans frá því.” [Anna Laufey, mars 2005]
Ég óska lesendum gleðilegrar páskahátíðar!